Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Reykjanesbær býður út „Tjarnarhverfi“
Föstudagur 19. mars 2004 kl. 09:46

Reykjanesbær býður út „Tjarnarhverfi“

Reykjanesbær hefur óskað eftir tilboðum í verkið „Tjarnarhverfi“ í Innri Njarðvík. Verkið felst í gerð malargötu með fráveitu- og vatnslögnum í „Tjarnarhverfi“, Innri Njarðvík. Gert er ráð fyrir 8000 rúmmetra greftri úr götu, 11.000 rúmmetra fyllingu, 600 metrum af skurðum og 500 metrum af bergskurði. Þá er óskað eftir tilboðum í fráveitulagnir og vatnslagnir.
Útboðsgögn fást hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjanesbæjar, Tjarnargötu
12, Reykjanesbæ, 230 Keflavík. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudaginn 29. mars kl. 11:00.

Meðfylgjandi er auglýsing Reykjanesbæjar:


Útboð
Reykjanesbær óskar eftir tilboðum í verkið "Tjarnarhverfi, útboð
RNB2004/Tj1". Verkið felst í gerð malargötu með fráveitu- og vatnslögnum í
"Tjarnarhverfi", Innri Njarðvík. Helstu magntölur eru:
Gröftur í götu: 8000m3
Fyllingar: 11000,m3
Skurðir: 600m
Bergskering í skurði: 500m
Fráveitulagnir, 250-400mm: 1240m
Vatnslagnir: 400m.
Útboðsgögn fást hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjanesbæjar, Tjarnargötu
12, Reykjanesbæ, 230 Keflavík.
Tilboð verða opnuð á sama stað mánudaginn 29. mars kl. 11:00.

Framkvæmdastjóri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024