Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Rekstur Grindavíkurbæjar fer batnandi
Þriðjudagur 6. september 2011 kl. 07:23

Rekstur Grindavíkurbæjar fer batnandi

Grindavíkurbær hefur svarað beiðni Eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga um greinargerð vegna hallareksturs ársins 2010.

Bæjarráð Grindavíkur vekur athygli á því í svari sínu að rekstur Grindavíkurbæjar hefur verið að batna og unnið hefur verið að umtalsverðri hagræðingu. Á árinu 2010 var halli á rekstri á rekstri Grindavíkurbæjar um 83,7 milljónir, en áætlað var að hallinn yrði 112 milljónir. Hallinn var fjármagnaður með eiginfjárframlagi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bæjarráð vísar til þess að bæjarstjórn hefur samþykkt skýr markmið í rekstri A-hluta Grindavíkurbæjar sem voru höfð að leiðarljósi við gerð fjárhagsáætlunar árið 2011 og þriggja ára áætlunar 2012-2014.

Gert er ráð fyrir um 8,5 milljóna afgangi í fjárhagsáætlun ársins 2011 og í þriggja ára áætlun er gert ráð fyrir áframhaldandi bættum rekstri. Á árinu 2011 hafa verið greidd upp lán að fjárhæð um 1.750 milljónir króna sem hafa breytt grunnforsendum rekstrar Grindavíkurbæjar.