Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Ragnhildur hlaut 100 þús. kr. Samkaups gjafabréf
Fimmtudagur 25. desember 2008 kl. 15:30

Ragnhildur hlaut 100 þús. kr. Samkaups gjafabréf



Ragnhildur Ævarsdóttir, Birkiteig 37 í Keflavík var hin heppna þegar dregið var úr Jólalukku VF í þriðja sinn en á milli 10 og 15 þúsund Jólalukku skafmiðum var skilað í verslanirnar Samkaup Úrval og Kaskó í Keflavík. Hlaut Ragnhildur fyrsta og stærsta vinninginn í Jólalukku VF 2008 sem var 100 þús. kr. gjafabréf í Samkaup Úrval.
Arnþór Ingi Ingvason, Lágmóa 4 í Njarðvík hlaut næst stærsta vinninginn sem var Icelandair Evrópufarmiði. Tuttugu þúsund kr. gjafabréf í Samkaup Úrval voru í 3. og 4. vinning og þar komu upp nöfn Vordísar Heimisdóttur, Sjávargötu 23 og Stefaníu Bergmann Magnúsdóttur, Garðavegi 1, báðar í Reykjanesbæ. Sextán aðrir lukkumiðaeigendur hlutu konfektkassa í lokadrættinum.
Aldrei áður hefur verið dregið þrisvar úr Jólalukkumiðum VF og aldrei með svo veglegum vinningum en auk 100 þús. kr. vinningsins voru dregnar út 3 Evrópuferðir með Icelandair og sex tuttugu þús. kr. gjafabréf í Samkaup Úrval. Á þriðja tug verslana í Reykjanesbæ buðu þeim sem  gerðu jólainnkaupin hjá sér Jólalukku VF. 5100 vinningar voru í boði að verðmæti yfir 5 millj. kr. Þar af voru auk fyrrnefndra vinninga m.a. þrjú 50 þús. kr. gjafabréf hjá Betri bæ, 15 tuttugu þús. kr. gjafabréf í Kaskó og Samkaup Úrval, 12 Icelandair Evrópufarmiðar.  Árskort og fjölskyldukort í Bláa lóninu að ógleymdum þúsundum annarra smærri vinninga frá verslunum og fyrirtækjum á svæðinu.

Alls voru dregnir út tuttugu vinningar í lokadrættinum en auk  fyrrnefndra fjögurra stærstu vinningana voru dregin út sextán nöfn sem hlutu glæsilegan konfektkassa en það eru:
Árný Dalrós Njálsdóttir, Kjarrmóta 8, Reykjanesbæ,
Jóhanna Guðjónsdóttir, Suðurgötu 8, Reykjanesbæ,
Brynja Þóra Valtýsdóttir, Kjarrmóa 18, Reykjanesbæ,
Anna Sigr. Jóhannesdóttir, Skólavegi 48, Reykjanesbæ,
Magnús Garðarsson Háaleiti 9, Reykjanesbæ,
Anna Katrín G., Smáratúni 11, Reykjanesbæ,
Guðleif Arnardóttir, Þrastartjörn 15, Reykjanesbæ,
Una María Unnarsdóttir, Ægisvöllum 27, Reykjanesbæ,
Katrín Halldórsdóttir, Þverholti 21, Reykjanesbæ,
Lovísa Sif Einarsdóttir, Heiðarbraut 8, Reykjanesbæ
Berglind Björk, Lágmóa 6, Reykjanesbæ,
Jónína Bergmann, Blikabraut 11, Reykjanesbæ,
Guðrún Pétursdóttir, Norðurgötu 23, Sandgerði,
Gunnildur Gunnarsdóttir, Kirkjuteig 9, Reykjanesbæ,
Kristján Kristjánsson, Hæðargötu 11, Reykjanesbæ,

Þetta var í níunda sinn sem Jólalukka Víkurfrétta er haldin með skafmiðafyrirkomulagi en áður hét jólaleikurinn Jólahappdrætti VF.
Markmiðið með honum er að styrkja verslun og þjónustu á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gísli Gíslason, verslunarstjóri Samkaupa og Páll Orri Pálsson frá VF drógu tuttugu heppna Jólalukkumiðaeigendur.

Það var mikil traffík í Samkaupum þegar ljósmyndari vf.is smellti hér af rétt fyrir lokun jólaverslunar. Kassinn með jólalukkum var troðfullur.