Ragnheiður Elín heimsótti Samkaup
Ragnheiður Elín Árnadóttir viðskiptaráðherra heimsótti á dögunum höfuðstöðvar Samkaupa og Kaupfélags Suðurnesja í Krossmóa í Reykjanesbæ. Samkaup er þriðja stærsta verslunarkeðja landsins og hefur þá sérstöðu að stærstur hluti rekstrarins er á landsbyggðinni þaðan sem um 75% tekna koma. Þá fagnar Kaupfélag Suðurnesja, stærsti eigandi Samkaupa hf., 70 ára afmæli síðar á árinu.
Ragnheiður Elín hefur lengi ætlað að heimsækja þetta stórfyrirtæki í sínum heimabæ. Naut hún leiðsagnar þeirra Skúla Þ. Skúlasonar, formanns Kaupfélags Suðurnesja, og Ómars Valdimarssonar, framkvæmdastjóra Samkaupa hf.
Myndin er tekin í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Krossmóa 4a í Reykjanesbæ.