Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Rafverktakar fá aðgang að nýjustu raf- og fjarskiptalagnastöðlum
Frá undirritun samningsins, talið f.v.: Emil Sigursveinsson, formaður Rafstaðlaráðs, Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðalráðs Íslands, Hjörleifur Stefánsson, formaður Samtaka rafverktaka, og Kristján Daníel Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka rafverktaka.
Þriðjudagur 28. janúar 2020 kl. 09:55

Rafverktakar fá aðgang að nýjustu raf- og fjarskiptalagnastöðlum

Samtök rafverktaka, SART, hafa samið við Staðlaráð Íslands um kaup á áskrift að fagtengdum raf- og fjarskiptalagnastöðlum fyrir alla félagsmenn sína. Með þessum samningi verður öllum rafverktökum innan SART gert kleift að sækja sér gjaldfrjálst nýjustu staðlana um raf- og fjarskiptalagnir fyrir byggingar og íbúðarhúsnæði.

Með samningnum er stigið mikilvægt skref til að viðhalda háu þekkingarstigi í fyrirtækjum löggiltra rafverktaka. Aðgangur að nýjustu og bestu upplýsingum hverju sinni auka enn frekar á öryggi og gæði verkefna sem unnin eru af rafverktökum innan SART. Hröð tækniþróun og öflug nýsköpun á sviði rafiðnaðar kallar á stöðluð og öguð vinnubrögð sem kemur landsmönnum til góða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024