Rafmagns- og fjölorkubílar í Auðlindagarðinum á Reykjanesi
HS Orka keypti nýverið tvo nýja bíla fyrir jarðvarmaverið í Svartsengi af Heklu í Reykjanesbæ. Um er að ræða e-Golf rafmagnsbíl og MMC Outlander PHEV (Plug in Hybrid) tvíorku bíl. Bifreiðum sem knúnar eru innlendri grænni orku er sífellt að fjölga á Íslandi enda rekstur þeirra einstaklega hagkvæmur vegna hagstæðs orkuverðs og mun minni umhverfisáhrifa en af bifreiðum knúnum af innfluttu jarðefnaeldsneyti.
Sú umbreyting sem gæti orðið á bifreiðaflota landsins á næstu árum má líkja við það þegar ráðist var í það stóra verkefni á síðustu öld að hverfa frá því að notast við innflutta orkugjafa til húshitunar yfir í að notast við innlendan umhverfisvænan orkugjafa með nýtingu jarðvarmans til húshitunar með þeim jákvæðu áhrifum sem það hafði á efnahag og ekki síður loftgæði landsins.