Rafholt opnar í Reykjanesbæ
Rafmagnsverktakarnir Rafholt opnuðu nýja vinnuaðstöðu fyrirtækisins að Njarðarbraut 3 í Reykjanesbæ á föstudagskvöld. Rafholt hefur höfuðstöðvar í Kópavogi og halda einnig úti starfsemi á Egilsstöðum. Um 20 Suðurnesjamenn vinna hjá fyrirtækinu.
Þeir Helgi Rafnsson, Vilhjálmur Magnús Vilhjálmsson og Grétar Magnússon eru eigendur fyrirtækisins og á föstudagskvöld var slegið til veglegrar veislu í tilefni af opnun fyrirtækisins í Reykjanesbæ.
„Hér er nóg að gera og við viljum vera á Suðurnesjum,“ sagði Helgi Rafnsson, einn eigenda, í samtali við Víkurfréttir. „Það vinna um 50 manns hjá okkur og þar af eru um 20 Suðurnesjamen,“ sagði Helgi.
Rafholt sinnir m.a. verkefnum fyrir Atafl, Fram Foods, Skinnfisk og Þurrfisk og segir Helgi að fyrirtækið taki að sér verkefni allt frá almennum raflögnum upp í vinnu við ljósleiðara og tölvulagnir en þeir sjá t.d. um neyðarlýsinguna í álverinu í Straumsvík.
VF-mynd/ [email protected] – Frá vinstri: Vilhjálmur Magnús Vilhjálmsson, Grétar Magnússon og Helgi Rafnsson við opnun Rafholts í Reykjanesbæ.