Rafbílar sýndir á Suðurnesjum
Þrjá tegundir rafbíla verða sýndir á sérstakri bílasýningu við húsakynni Kaffitárs í Njarðvík nk. laugardag. Fyrirtækið Even, sem er í eigu Gísla Gíslasonar, mun sýna Tesla, Renault Zoe og Nissan Leaf rafbíla frá kl. 12 til 15.
Gísli segir að sprenging hafi orðið í sölu rafbíla nú í haust. Samstarf við Norðmenn í innflutningi á rafbílum komi viðskiptavinum til góða en Norðmenn eru mjög stórtækir í innflutningi á rafbílum. Gísli segir að stór kostur við rafbíla sé lítið viðhald og ekki þurfi sífellt að fara með bílinn í kostnaðarsama skoðun.
„Við erum búnir að vera að selja rafbíla núna í fimm ár og á þeim tíma höfum við einu sinni þurft að skipta um öryggi í einum bíl. Við höfum einfaldlega aldrei þurft að fara með bíl í viðgerð, sem kalla mætti svo,“ sagði Gísli.