Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Rafbílar og jólaveitingar í Bílakjarnanum og Nýsprautun
Laugardagur 16. desember 2023 kl. 13:01

Rafbílar og jólaveitingar í Bílakjarnanum og Nýsprautun

Á þriðja hundrað gesta mættu í jólaboð Bílakjarnans og Nýsprautunar á Fitjum síðasta fimmtudag og hlustuðu á ljúfa jólatóna þeirra Elmars Þórs Haukssonar og Arnórs Vilbergssonar.

Eigendurnir Sverrir Gunnarsson og Pétur Örn Sverrisson með Konráð Lúðvíksson á milli sín.

Bílakjarninn er með umboð fyrir bíla frá Heklu og voru nokkrir glæsivagnar í salnum. Sverrir Gunnarsson segir að það sé búið að vera mikið að gera í bílasölu að undanförnu þar sem aðal áhuginn sé á rafmagnsbílum. „Við erum með Volkswagen, Audi og Skoda bíla á tilboði en eins og allir vita dettur afsláttur af rafmagnsbílum út um áramótin og því er hægt að gera góð kaup.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Veglegar veitingar voru í boði sem gestir nutu vel.

Arnór Vilbergsson og Elmar Þór Hauksson léku og sungu.
Njarðvíski grínarinn Örvar Þór Kristjánsson setti punktinn yfir i-ið í skemmtilegu jólaboði með uppistandi þar sem ekkert var slegið af.

Fleiri myndir úr jólaboðinu eru í myndasafni hér að neðan.

Jólaboð Bílakjarnans og Nýsprautunar