Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Miðvikudagur 9. febrúar 2000 kl. 16:16

R.Ó. með Metabo umboð í Keflavík

Reynir Ólafsson, eigandi R.Ó í Keflavík, hefur tekið að sér umboð fyrir Metabo rafmagnshandverkfæri. Hann er einnig með viðgerðarþjónustu fyrir Metabo. Metabo eru þekkt hágæðaverkfæri en hafa ekki fengist á Suðurnesjum síðan Járn og Skip brann fyrir nokkrum árum síðan. „Við vonumst til að iðnaðarmenn og aðrir eigi eftir að koma í verslunina og skoða vöruúrvalið hjá okkur. Við munum sem fyrr bjóða viðskiptavinum okkar upp á góða þjónustu og gæða vörur á góðu verði“, sagði Reynir Ólafsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024