Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Portúgalskir dagar í Grindavík
Fimmtudagur 5. september 2002 kl. 00:10

Portúgalskir dagar í Grindavík

Dagana 6.-8. september verða portúgalskir dagar í Grindavík. Í tilefni opnunar á Saltfisksetri Íslands í Grindavík verða portúgalskir dagar á öllum veitingahúsum í Grindavík. Hópur matreiðslunema frá Portúgal kemur hingað til Grindavíkur og leiðbeina við matseldina á veitingastöðunum. Portúgalskur matseðill verður á boðstólum og eldað að hætti portúgala. Þetta er tækifæri til að bragða á saltfiski eins og hann gerist bestur.Veitingahúsin sem bjóða upp á saltfisk eru eftirfarandi:
Bláa Lónið 420-8800
Hafurbjörninn 426-9900, 426-8466
Sjávarperlan 426-9700
Sjómannastofan Vör 426-8570
Veitingahúsið Jenný 426-8283
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024