Pönkið aftur í tísku
Tvær ungar athafnakonur, Margrét Sigurðardóttir, betur þekkt sem Sallý og Ósk Þórhallsdóttir, opnuðu glæsilega hárgreiðslustofu, Kallistó við Iðndal í Vogum, í lok apríl. Þetta er fyrsta hárgreiðslustofan sem opnar í Vogunum og viðtökur hafa verið mjög góðar það sem af er.Stofan er opin alla virka daga frá kl. 10-18, á mánudögum frá kl.13-18 og á miðvikudögum frá kl. 10-20. Á laugardögum er opið frá kl. 10-14 og síminn er 424-6899. Öryrkjar og ellilífeyrisþegar fá 10% afslátt af allri þjónustu.„Ég vil taka það sérstaklega fram að fólki er velkomið að líta við þó það hafi ekki pantað tíma“, segir Sallý en þær eru alltaf með heitt á könnunni og suðræn og seiðandi tónlist hljómar úr hátalarakerfinu.„Við erum með þrjár línur af hársnyrtivörum, Bead head frá Tigi, sem er ný lína fyrir ungu kynslóðina og Tigi og eina línu frá Sebastian“, segir Ósk og fullyrðir að þetta séu allt mjög góðar vörur. Í framtíðinni munu þær verða með húðsnyrtivörur frá Sebastian á boðstólnum, naglalökk og fleira.Hvernig eiga þeir sem vilja tolla í tískunni, að láta klippa sig í sumar? „Pönkið er í tísku í sumar en náttúrulegt útlit er líka „inn“. Sítt hár á t.d. að vera alveg slétt. Annars er allt í tísku, líka þessar villtu greiðslur og fleiri smart klippingar“, segja þær Sallý og Ósk og þá er bara að drífa sig í Vogana í klippingu.