Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Persónuleg þjónusta í fyrirrúmi
Laugardagur 17. nóvember 2018 kl. 11:00

Persónuleg þjónusta í fyrirrúmi

Húsagagna- og gjafavöruverslunin Bústoð á sér langa sögu í Keflavík

Húsgagnaverslunin Bústoð hefur verið rekin af Róberti Svavarssyni og fjölskyldu frá árinu 1975. Viðskiptavinirnir koma alls staðar frá,langflestir þeirra eru af Suðurnesjum en sumir koma af landsbyggðinni á leið sinni til útlanda og kaupa sér þá húsgögn áður en farið er í flug og láta senda heim til sín eftir samkomulagi.

Persónuleg þjónusta númer eitt, tvö og þrjú
Björgvin Árnason er verslunarstjóri í Bústoð, við tókum hann tali.
„Bústoð varð 43 ára á árinu og hefur alltaf verið rekin á sömu kennitölu. Verslunin er á þremur hæðum og líklega með þeim stærri á Suðurnesjum með yfir þúsund fermetra. Við viljum bjóða upp á persónulega þjónustu og gera vel við kúnnann. Við fáum t.d. stundum fyrirspurn frá fólki utan af landi sem er á leið til útlanda en langar að kaupa hjá okkur húsgögn kvöldið fyrir flug, þá kem ég stundum og opna. Stærsti kúnnahópurinn okkar er þó af Suðurnesjum. Margir fara í bæinn og fatta svo þegar þeir finna ekkert þar: „Já, Bústoð!“ og koma svo hingað og kaupa það sem fannst ekki í Reykjavík. Ég er líka mjög ánægður með hvað við seljum mikið til Reykjavíkur en það segir mér að við erum samkeppnishæfir. Svo flytjum við vöruna upp að dyrum hér suðurfrá sem er mjög þægilegt fyrir fólk sem býr hérna,“ segir Björgvin og hefur orð á því að Bústoð sé oft ódýrari en margir samkeppnisaðilar. Eigendur Bústoðar leggi einmitt mikið upp úr því að fara öðru hvoru til útlanda til að kaupa vörur beint án milliliða því þeir vilji bjóða mikil gæði á sanngjörnu verði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við ákváðum að taka inn gjafavöru einnig sem hefur gengið mjög vel. Við stillum upp í versluninni með gjafavörunni svo fólk fái tilfinningu fyrir því hvernig má skreyta með henni. Ittala er mjög vinsælt en við bjóðum upp á matarstell og fleira sem vinsælt er að gefa í brúðargjöf. Gjafalistar fyrir brúðhjón liggja frammi í verslun okkar. Það sparar fólki sporin að þurfa ekki að fara til Reykjavíkur til að kaupa sömu vöru. Svo er alltaf vinsælt að gefa húsgögn eða rúm í fermingargjafir,“ segir hann.

Björgvin Árnason verslunarstjóri og Sigurveig Þorsteinsdóttir afgreiðslustúlka.
VF-myndir og viðtal: Marta Eiríksdóttir.

Er fólk farið að huga að jólum?

„Já já, nýtt sófasett fyrir jólin eða borðstofusett er alltaf vinsælt. Fólk er einnig byrjað að panta sófasettið í sérstökum litum, en það þarf að gera tímanlega fyrir jól. Margir vilja fá að sofa í nýju rúmi um jólin. Svo erum við með mjög vönduð sængurverasett úr gæðabómull sem þú svitnar ekki í. Ég hafði aldrei áttað mig á því áður en ég fékk mér svona sjálfur, að bómull er ekki bara bómull. Það er ótrúlega gott að sofa í þessu. Mæli með svona vönduðu sængurverasetti í jólagjöf. Svo erum við alltaf með tilboðshorn og eitthvað skemmtilegt í gangi,“ segir Björgvin og snýr sér næst að hjónum sem komin eru inn í verslunina í leit að nýju sófasetti.

Hér eru eigendur Bústoðar, Róbert Svavarsson og Hafdís Gunnlaugsdóttir.