Persóna opnar í hjarta Keflavíkur
Á Ljósanæturlaugardaginn opnaði tískuvöruverslunin Persóna nýja verslun að Hafnargötu 29, en verslunin flutti af Túngötunni. Að sögn Ágústu Jónsdóttur, eiganda Persónu býður verslunin nú uppá breiðari fatalínu og aukið úrval: “Við höfum aukið við úrvalið í kvenfatalínunni, auk þess sem við bjóðum uppá breiðari fatalínu, ódýrari föt og úrval af skófatnaði."Ágústa segir að þegar verslunin var opnuð á nýja staðnum á laugardaginn hafi mikið af fólki komið í búðina til að skoða: “Fólk tekur þessu mjög vel og er ánægt með að við séum komin miðsvæðis á aðalverslunargötuna," sagði Ágústa í samtali við Víkurfréttir.