Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Perlan tekur allt í gegn
Fimmtudagur 22. júní 2006 kl. 10:23

Perlan tekur allt í gegn

Fyrirhugaðar eru gagngerar breytingar á Perlunni Þrekmiðstöð í Sundmiðstöð Keflavíkur en Perlan mun skipta út öllum sínum þrektækjum og inn koma ný tæki frá Erninum í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að nýju tækin verði tilbúin til notkunar um mánaðarmótin júlí-ágúst.

Perlan mun festa kaup á nýjum Cybex lyftingartækjum og Schwinn spinninghjólum og er von á mikilum breytingum í starfsemi Perlunnar. Eftir breytingarnar verða 30 spinninghjól í Perlunni.

Að frátöldum nýjum tækjabúnaði þá hefur Perlan nýverið tekið upp á nýjung frá Black Pool sem kallast Flexi Bar. Þá verður einnig hægt að stunda Pilates yoga frá og með breytingunum í tækjasal. Sigríður Kristjánsdóttir, eigandi Perlunnar, segist hlakka mikið til breytinganna og segir þessar nýjungar vera enn einn liðinn í fjölbreyttri þjónustu þrekmiðstöðvarinnar.

VF-Mynd: Sigríður Kristjánsdóttir, eigandi Perlunnar í salnum eins og hann lítur út í dag.

[email protected]

 



 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024