Perlan með opið hús alla helgina
Mikil endurnýjun hefur verið undanfarið á tækjakostinum í þreksal Perlunnar í Sundmiðstöð Keflavíkur og er opið hús alla helgina af því tilefni þar sem fólki gefst kostur á að prófa nýju spinninghjólin og þrektækin.
Af þessu tilefni verða einnig margvísleg tilboð í gangi á þrekkortum og fæðubótarefnum. Þeir sem vilja byrja daginn á uppbyggilegan hátt er boðið í super-spinning tíma klukkan 10 í fyrramálið. Happdrætti verður fyrir alla sem kíkja í heimsókn og einkaþjálfarar verða á staðnum til að veita ráðgjöf. Þá verður nýja haust-tímataflan kynnt ásamt þeim námskeiðum sem í boði verða en þar ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Heimasíða Perlunnar, www.perlan.net hefur nýlega verið endurbætt en þar er hægt að nálgast allar upplýsingar um það sem í boði.
Mynd: Séð inn í þreksal Perlunnar en þar hefur farið fram mikil endurnýjun á tækjum.
VF-mynd: Ellert Grétarsson