Penninn Eymundsson og Elko opna glæsilegar verslanir í FLE
Endurbætur á verslunar- og veitingasvæði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eru vel á veg komnar. Nú hafa Penninn Eymundsson og Elko opnað verslanir sínar á nýjum stað. Verslanirnar eru báðar hinar glæsilegustu og hafa skemmtilega skírskotun til Íslands og íslenskrar hönnunar.
Penninn Eymundsson er með sérstakt svæði í verslun sinni tileinkað Íslandi. Þar er úrval af innlendu sælgæti, íslensku salti o.fl. til að grípa með sér. Einnig eru myndir af íslensku listafóki fyrir ofan hillur og er þar komið fólkið á bakvið bækurnar, tónlistina og annað sem er í hillunum. Á framhlið verslunarinnar eru myndir af séríslenskum stöfum, leðursaumuðum íslenskum handritum, bókakiljur ofl. Hönnun veggjanna framan á búðinni vísar í bókmenntir og menningu og eru raunverulegar bækur notaðar. Auk þess eru ljósmyndir af handritum þrykktar á skinn til að minna á íslensk handrit og bókmenntaarf Íslendinga.
ELKO er með glæsilegar verslanir bæði í komu- og brottfarasal flugstöðvarinnar. Þar geta ferðalangar fundið vinsælustu raftækin frá helstu framleiðendum á einum stað auk fjölda aukahluta fyrir raftæki, Playstation tölvuleiki og frábært úrval af íslenskri tónlist. Mikið er lagt upp úr því að hafa virk sýningareintök svo viðskiptavinir geti notið þess að skoða og prófa það nýjasta sem er á boðstólum hverju sinni. Hægt er að spara tíma með því að undirbúa sig fyrir ferðina og fara inn á www.elkodutyfree.is og panta vöruna þar. Þá verður hún tilbúin í versluninni þegar komið er í flugstöðina.
Áætlað er að framkvæmdum á verslunar- og veitingasvæðinu verði lokið í áföngum í byrjun júní n.k. Nánari upplýsingar eru að finna á www.kefairport.is/betterairport
Svona er verslun ELKO í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.