Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Peningar frá ríkinu í SpKef eru eign en ekki kastað á glæ
Föstudagur 14. janúar 2011 kl. 11:27

Peningar frá ríkinu í SpKef eru eign en ekki kastað á glæ

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra segir að endurskipulagningu á sparisjóðakerfinu sé að ljúka. Liður í því sé endurfjármögnun Sparisjóðs Keflavíkur sem nú verður í ríkiseigu.


Ríkið þarf samkvæmt heimildum Ríkisútvarpsins að greiða 14 milljarða króna inn í hinn nýja SpKef sparisjóð í formi eigin fjár til að mæta skuldbindingum vegna innlána og til að uppfylla kröfur um lágmarks eiginfjárhlutfall.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að lengi hafi legið fyrir að ríkið kæmi að því að endurreisa sparisjóðakerfið. Þetta séu í mörgum tilvikum einu bankastofnanirnar í viðkomandi byggðarlögum þannig að það hafi verið ljóst og legið lengi fyrir að SpKef sparisjóður væri miðlægur í því ef það ætti að endurreisa og viðhalda sparisjóðakerfi í landinu.


Ríkið verður stofnfjárhafinn í hinum nýja SpKef sparisjóði segir Steingrímur því það leggi fram alla fjármunina sem þurfi til að endurfjármagna sparisjóðinn. Steingrímur segir það vera eign og að ekki eigi að tala um það þannig að peningunum sé kastað á glæ. Vonast sé til að upp úr þessu rísi sterkur og öflugur sparisjóður, segir Steingrímur við Ríkisútvarpið í gær.