Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Pantið matinn á Netinu
Fimmtudagur 3. mars 2005 kl. 10:47

Pantið matinn á Netinu

Veitingastaðurinn Langbest í Reykjanesbæ býður nú upp á nýjung í þjónustu sinni við viðskiptavini, en það er möguleikinn á að panta mat á netinu á slóðinni just-eat.is/langbest. Bæði er hægt að panta í heimsendingu og eins til að sækja sjálfur. Langbest hefur fengið fyrirtækið Just Eat.is til liðs við sig, en þeir eru í samstarfi við fjölmörg veitingahús um allt land.
Hægur leikur er að panta sér mat á þennan hátt þar sem maður slær einfaldlega inn slóðina og smellir svo á matseðil, annað hvort til að sækja eða fá sótt.
Ingólfur sagðist í samtali við Víkurfréttir vera að koma til móts við viðskiptavini með aukinni þjónustu. „Það er mjög þægilegt að panta með þassu fyrirkomulagi því að kúnninn getur farið inn á vefsíðuna og séð alla réttina sem í boði eru. Svo er heldur lítil bið við að reyna að ná sambandi á annatíma."
Ingólfur sagðist að lokum afskaplega spenntur fyrir þessari nýjung og er viss um að hún á eftir að falla vel í kramið hjá gömlum og nýjum viðskiptavinum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024