Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Örn grillar hrefnukjöt í Kaskó í dag
Fimmtudagur 27. júlí 2006 kl. 13:46

Örn grillar hrefnukjöt í Kaskó í dag

Örn Garðarsson, hinn kunni matreiðslumeistari, ætlar í dag að grilla hrefnukjöt í versluninni Kaskó og gefa fólki að smakka. Kaskó hóf sölu á hrefnukjöti í sumarbyrjun og hefur salan gengið mjög vel.

Örn ætlar að grilla hrefnukjötið á milli klukkan 16-18 í dag og af því tilefni verður 25% kynningarafsláttur á hrefnu-grillsteikum. Anton Már Ólafsson, verslunarstjóri Kaskó, segir að talsverð ásókn hafi verið í hrefnukjötið í sumar en það er selt í “grillvænum” umbúðum, þ.e. marinerað og tilbúið á grillið.
Að sögn Antons virðist vera gott framboð á hrefnukjöti og reiknar hann með að það verði í sölu fram á haust.

Mynd: Hinn geðþekki matreiðslumaður, Örn Garðarsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024