Orkan lækkar bensínverð
Sannkallað bensínverðstríð er hafið á milli Atlantsolíu og Bensínorkunnar vegna opnunnar nýrrar bensínstöðvar í Kópavogi þar sem lítirinn af 95 oktana bensíni mun kosta 92,50 krónur. Í kjölfarið lækkaði Bensínorkan lítirinn á 95 oktana bensíni í 92,40 krónur. Að sögn Ómars Jónssonar hjá Bensínorkunni að Fitjum í Njarðvík er verðið á 95 oktana bensíninu hjá honum 92,40 krónur. „Við ætlum okkur alltaf að vera lægstir, einnig hér í Njarðvík,“ sagði Ómar í samtali við Víkurfréttir.