Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Orkan ætlar að bjóða ódýrasta bensínið á Suðurnesjum
Þriðjudagur 10. september 2002 kl. 17:12

Orkan ætlar að bjóða ódýrasta bensínið á Suðurnesjum

Ný bensínstöð undir merkjum Orkunnar var opnuð í síðustu viku að Fitjaborg í Njarðvík. Þar hefur Guðmundur Ingvarsson rekið bensínstöð undir merkjum Skeljungs um árabil en Guðmundur segir að stefna Orkunnar sé að vera ódýrastir í bensínverði.Áfram verður boðið uppá almenna þjónustu með olíuvörur, en einnig verður boðið upp á víngerðarefni og að Fitjaborg verður staðsett móttaka fyrir framköllunarfyrirtækið Myndsýn, en hjá því fyrirtæki fylgir frí filma með hverri framköllun.

Guðmundur segir að nýju Orkubensínstöðinni hafi verið tekið vel af viðskiptavinum. Um helgina verður sérstakt tilboð á bensíni hjá Orkunni að Fitjum.


Mynd: Shellstöðin á Fitjum hefur tekið miklum útlitsbreytingum og heitir nú Orkan. VF-mynd: Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024