Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Opnun VÍS á Suðurnesjum fagnað
Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS, fagnaði frændfólki sínu þeim Guðrúnu Guðjónsdóttur og Þorsteini Árnasyni. VF/PKet
Föstudagur 28. júní 2024 kl. 08:52

Opnun VÍS á Suðurnesjum fagnað

Fjöldi manns fagnaði enduropnun þjónustuskrifstofu VÍS á Suðurnesjum en tryggingafélagið opnaði að nýju á sama stað og það var þegar skrifstofunni var lokað fyrir sjö árum síðan, að Hafnargötu 57.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS ásamt starfsfólki nýju skrifstofunnar tók á móti fólki í opnunarteiti síðasta föstudag þar sem boðið var upp á veitingar í tilefni dagsins. „Við erum spennt að opna skrifstofu aftur á Suðurnesjum. Svæðið er í mikilli sókn og við viljum þjóna einstaklingum og fyrirtækjum eins vel og við getum,“ sagði Guðný Helga sem á ættir að rekja til Keflavíkur.

Þjónustuskrifstofan verður opin alla morgna frá kl. 9:00 til kl. 16:00 nema á föstudögum þegar lokar kl. 15:00.

Víkurfréttir litu við og smelltu nokkrum myndum á opnunardag skrifstofunnar.

Starfsfólk skrifstofunnar í Keflavík, Anna Karakulina Elenudóttir, Ester N. Halldórsdóttir og Gísli Freyr Ólafsson. Útibússtjórinn, Davíð Gunnlaugsson var ekki á staðnum.
Magnús Geir Jónsson, fyrrverandi útibússtjóri VÍS í Keflavík og núverandi starfsmaður félagsins, með tveimur viðskiptavinum félagsins, þeim Birni Marteinssyni, vörubílstjóra, og múraranum Ævari Finnsyni.
Magnús Geir gat rifjað upp gamla tíma á skrifstofu VÍS með Gróu Hávarðardóttur fyrrum starfsmanni og Guðmundi Gunnarssyni, manni hennar.