Opinn kynningarfundur um Reykjanes 2009 haldinn 31. mars
Haldinn verður kynningarfundur um stórsýninguna Reykjanes 2009 í Bíósal Duushúsa, Reykjanesbæ, þriðjudaginn 31. mars kl. 10:00 til 11:30. Fundurinn er öllum opinn.
Sýningin Reykjanes 2009 verður haldin í Reykjaneshöllinni 4.-6. september nk. í tengslum við 10 ára afmæli Ljósanætur. Þar gefst fyrirtækjum og stofnunum kostur á að kynna starfsemi sína, þjónustu og vörur fyrir fagaðilum og þeim tugþúsundum gesta sem munu heimsækja Ljósanótt.
Á fundinum munu Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Ásmundur Friðriksson, verkefnastjóri Ljósanætur, og Kristinn Jón Arnarson, kynningarstjóri Reykjaness 2009, segja frá sýningunni, framkvæmd hennar og undirbúningi. Boðnar verða kaffiveitingar.
Mæting á fundinn tilkynnist með tölvupósti á netfangið [email protected]. Nánari upplýsingar um sýninguna má finna á vefnum www.reykjanes2009.is.