Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

  • Opið allan sólarhringinn í nýrri Krambúð
  • Opið allan sólarhringinn í nýrri Krambúð
Föstudagur 16. desember 2016 kl. 15:38

Opið allan sólarhringinn í nýrri Krambúð

Ný og glæsileg Krambúð þar sem áður var Samkaup Strax verslun að Hringbraut 55 í Reykjanesbæ var opnuð á hádegi í dag. Er þetta þriðja Krambúðarverslunin á landinu, en hinar eru við Skólavörðustíg í Reykjavík og á Húsavík.

Krambúðin verður opin allan sólarhringinn og er verslun sem býður upp á það nauðsynlegasta í matvöru með mikla áherslu á að leysa þarfir viðskiptavina sem eru á hraðferð eða vilja versla þegar aðrar verslanir hafa lokað.

Lagt er upp með að viðskiptavinir geti orðið sér út um þær vörur sem þarf til heimilisins hverju sinni á hagstæðu verði. Fyrir fólk sem vantar skyndilausnir þá verður boðið uppá bakað á staðnum, tilbúna rétti, samlokur, tilbúin salöt, Take-Away kaffi o.fl. o.fl.

Krambúðin Hringbraut verður eins og áður segir opin allan sólarhringinn og kemur þannig til móts við þá sem eru á ferðinni utan hefðbundins opnunartíma matvöruverslana.









Svipmyndir úr Krambúðinni við Hringbraut. VF-myndir: Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024