Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Omnis semur við gagnaver
Miðvikudagur 20. apríl 2011 kl. 19:34

Omnis semur við gagnaver

Upplýsingatæknifyrirtækið Omnis hefur gert víðtækt samkomulag við Thor Data Center (TDC), eina starfrækta gagnaverið á Íslandi. Samkomulagið felur meðal annars í sér að Omnis færir sína hýsingar- og afritunarþjónustu í gagnaverið og þróar sínar hýsingarlausnir þar. Einnig munu fyrirtækin í sameiningu þróa ýmsa þjónustu og hýsingarlausnir sem Omnis mun bjóða á íslenskum markaði. TDC mun nú fyrst og fremst einbeita sér að viðskiptavinum erlendis og er verkefnastaða félagsins í þeim efnum góð. Erlendir viðskiptavinir TDC þurfa oft á tíðum að hafa aðgang að tækniþjónustu ýmiskonar og er það hluti af samkomulaginu að Omnis sinni að miklu leiti þeim verkefnum fyrir hönd TDC.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Eggert Herbertsson, framkvæmdastjóri Omnis segir þetta mikilvægt skref í uppbyggingu hýsingarþjónustu fyrirtækisins, og þá sérstaklega að uppfylla nú allar öryggiskröfur nútímans s.s. ISO 27001 vottun. Fyrirtækið getur nú boðið vandaðar hýsingarlausnir á góðum verðum, enda er verið að nýta stærðarhagkvæmni gagnaversins fyrir íslenskan markað. Þetta samkomulag styrkir einnig þá stefnu Omnis að verða þjónustuaðili fyrir erlenda viðskiptavini gagnavera, en þar liggja mikil tækifæri á næstu misserum að mati Eggerts.


Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður TDC, er ánægður með samkomulagið: „enda er Omnis metnaðarfullt og ört vaxandi fyrirtæki. Við einbeitum okkur að áframhaldandi uppbyggingu gagnaversins og framundan eru spennandi tímar.“


Á myndinni eru Ægir Ármannsson, innkaupastjóri TDC, Eggert Herbertsson, framkvæmdastjóri Omnis, Bjarki Jóhannesson, sölu- og markaðsstjóri Omnis og Guðmundur Gíslason stjórnarformaður TDC.