Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Viðskipti

Omnis og Ríkiskaup semja um tölvubúnað
Frá undirritun samningsins, Eggert Herbertsson framkvæmdastjóri Omnis ehf. og Halldór Ó. Sigurðsson forstjóri Ríkiskaupa.
Föstudagur 15. mars 2013 kl. 18:30

Omnis og Ríkiskaup semja um tölvubúnað

Í dag undirrituðu Eggert Herbertsson framkvæmdastjóri Omnis ehf. og Halldór Ó. Sigurðsson forstjóri Ríkiskaupa rammasamning um tölvubúnað. Samningurinn er gerður í kjölfar útboðs vegna notendabúnaðar, miðlægs búnaðar, netbúnaðar, notendahugbúnaðar og kerfishugbúnaðar. Stóðst Omnis kröfur Ríkiskaupa í öllum þessum flokkum og er eitt af fimm fyrirtækjum sem geta boðið búnað í öllum þessum flokkum.


Eggert Herbertsson segir samninginn ánægjulega viðurkenningu sem styrki stoðir fyrirtækisins til lengri tíma litið enda hið opinbera stærsti kaupandi á þessu sviði á landinu og um leið einn sá kröfuharðasti.

„Við vonum að stofnanir og fyrirtæki ríkisins nýti sér það sem við höfum að bjóða í sölu og þjónustu á tölvubúnaði, enda getur fyrirtækið boðið eitt mesta úrvar tölvubúnaðar á landinu. Einnig er það gæðastimpill á starfsemi fyrirtæksins að gera svona víðtækan samning við allar ríkisstofnanir og fjöldan allan af sveitarfélögum“.

Omnis er aðili að tveimur öðrum rammasamningum, í rekstrarvörum fyrir prentara og ljósritunarvélar og almennri tækniþjónustu.

Fyrirtækið hefur undanfarin misseri verið að hasla sér völl á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land til viðbótar við starfsemi félagsins á Vesturlandi og á Reykjanesi. Starfsmenn félagsins eru í dag um 40 .

Dubliner
Dubliner