Omnis og Hewlett-Packard semja um náið samstarf
Omnis ehf náði á dögunum samningi við Hewlett-Packard (HP) sem veitir fyrirtækinu stöðu sem svokallað HP Preferred Partner í sölu og þjónustu á tölvubúnaði frá fyrirtækinu. Omnis er fyrsta fyrirtækið á Íslandi, fyrir utan Opin kerfi, sem nær eins viðtækum samningi við HP. Eggert Herbertsson framkvæmdastjóri Omnis segir þetta mikilvægt skref fyrir fyrirtækið, sem færi því beinan aðgang að sérstökum tilboðum, markaðsstuðningi og þjónustu hjá HP. Omnis getur nú staðið enn betur að kynningu á HP vörum og boðið sérstök afsláttarverð í stærri verkefnum. Til að ná þessari stöðu hjá HP, þurfti Omnis að uppfylla ströng skilyrði um veltu og þá þurftu starfsmenn fyrirtækisins að ljúka fjölda sérhæfðra námskeiða hjá HP. „Það er ákaflega mikilvægt fyrir okkur að geta boðið viðskiptavinum okkar góða ráðgjöf og þjónustu á bestu verðum. Lausnir frá HP hafa alltaf verið mikilvægar í vöru- og þjónustuframboði Omnis. Við höfum lagt á það mikla áherslu að fá vottanir frá okkar birgjum og samstarfsaðilum og er þetta mjög stórt skref í þeirri vinnu“ segir Eggert ennfremur.
Opin kerfi koma að þessu samstarfi sem dreifingar- og þjónustuaðili HP á Íslandi, en Omnis og Opin kerfi hafa átt mikið og farsælt samstarf á undanförnum árum. Það samstarf mun vaxa áfram með þessum samningi. Pétur Bauer framkvæmdastjóri heildsölu og dreifingu hjá Opnum kerfum segir þetta vera heilladrjúgt skref bæði fyrir Omnis og Opin kerfi. „Með þessu fáum við fleiri aðila til að halda merkjum HP á lofti og þekking á lausnum frá HP eykst til muna. Omnis hefur verið góður samstarfsaðili í mörg ár og mun það samstarf styrkjast enn frekar við þetta skref“ segir Pétur.
Christina Kuhnel, HP Partner Business Manager segir samninginn samræmast markmiðum HP um fjölgun samstarfsaðila sem hafa besta þekkingu á HP lausnum og skýra stefnu um að bjóða vöru HP á markaðnum.„Starfsmenn Omnis hafa staðið sig vel í fjölda ára við sölu- og þjónustu á lausnum við HP og þetta samkomulag er rökrétt framhald af því samstarfi.“
Um Omnis
Omnis er alhliða sölu og þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Fyrirtækið rekur 3 verslanir og verkstæði, auk þessa að reka öfluga tækni og hýsingarþjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Starfsmenn fyrirtækisins eru nú 22.
Myndin: Eggert Herbertsson og Christina Kuhnel handsala samninginn. Þeim til aðstoðar eru Pétur Bauer og Bjarki Jóhannesson stjórnarformaður Omnis.