Omnis býður nú þjónustu í vefmálum
– eftir kaup á Netvistun ehf
Netvistun hefur lagt áherslu á að sinna litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem vilja þjónustu við sínar heimasíður svo þeir séu lifandi og virki sem markaðstæki. Í dag er fyrirtækið með rekstur á um 500 heimasíðum sem eru vistaðar í hýsingu Omnis og í hverjum mánuði fara 10-20 nýjar eða uppfærðar heimasíður í loftið.
Netvistun verður rekin sem sjálfstæð þjónustueining og mun áfram bera sama nafn. Starfsfólkið hefur nú þegar flutt aðstöðu sína til Omnis í Ármúla 11 og vinnur þar þétt með öðru starfsfólki Omnis.
Eggert framkvæmdastjóri Omnis segir að í gegnum tíðina hafi mikið af viðskiptavinum Omnis beðið fyrirtækið um aðstoð í vefmálum, en því hafi þurft að vísa annað. „Nú getum við sinnt heimasíðugerð og þjónustu við heimasíður og höfum til þess frábært starfsfólk sem er með mikla reynslu og þekkingu.“