Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Omnis, Netvistun og Premis sameinast
Á myndinni eru Kristinn Elvar Arnarsson framkvæmdastjóri sameinaðs félags og Bjarki Jóhannesson, stjórnarformaður Omnis að handsala sameininguna.
Þriðjudagur 19. janúar 2016 kl. 06:00

Omnis, Netvistun og Premis sameinast

Um ára­mót­in sam­einuðust upp­lýs­inga­tæknifyr­ir­tæk­in Prem­is, Omn­is og Net­vist­un und­ir nafni Prem­is. Á síðasta ári hafði Omnis selt verslunarrekstur sinn og munu tvær af þeim verslunum líklega halda Omnis nafninu áfram.

Starfs­menn Omn­is og Net­vist­un­ar eru nú flutt­ir í hús­næði Prem­is í Há­deg­is­mó­um 4. Premis er einnig með tæknimenn starfandi á Suðurnesum og á Akranesi sem sinna viðskiptavinum á þessum svæðum.  Prem­is mun byggja á tveim­ur meg­in stoðum sem verða tölvuþjón­usta, kerf­is­rekst­ur og hýs­ing ann­ars veg­ar og hug­búnaðarlausn­ir og vefsíðugerð hins­veg­ar.

Krist­inn Elv­ar Arn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Prem­is, leiðir sam­einað fé­lag. Hann tel­ur mik­il tæki­færi fel­ast í sam­ein­ing­unni. Í til­kynn­ingu seg­ir að Omn­is hafi mikla reynslu í nýt­ingu skýja­lausna en að Prem­is sé aft­ur á móti með öfl­uga hýs­ing­arþjón­ustu. „Við telj­um að lausn­ir framtíðar fel­ist í að tvinna sam­an hag­kvæmni skýja­lausna við hýs­ingu þeirra kerfa sem þurfa ná­lægðina.“

Krist­inn nefn­ir enn­frem­ur að með sam­ein­ingu Net­vist­un­ar við Prem­is verði til ann­ar stærsti vef­hýs­ing­araðil­inn á land­inu, talið í fjölda hýstra léna.

„Prem­is get­ur nú boðið þess­um stóra hópi viðskipta­vina aukna þjón­ustu í rekstri og ný­smíði heimasíðna. Hug­búnaðarsvið Prem­is hef­ur svo um langt ára­bil þróað hug­búnaðarlausn­ir fyr­ir ís­lensk­an markað og má þar helst nefna sam­fé­lags­miðað innra net fyr­ir fyr­ir­tæki og leik­skóla­kerfi sem á annað hundrað leik­skól­ar eru að nota. Þar eru einnig mik­il tæki­færi til sókn­ar á er­lenda markaði.“

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024