OLSEN OLSEN Í JACKSONVILLE
Þau hjónin Ævar Olsen og Edda Gunnarsdóttir verða ekki lengi án Olsen Olsen því fyrirhugað er að opna sams konar stað í Avenue verslunarmiðstöðinni í Jacksonville, Florida, og það ekki síðar en fyrstu vikuna í október. „Við förum út þann 7. september næstkomandi og ef allt gengur upp þá opnun við staðinn fyrstu vikuna í október“ sagði Ævar Olsen. „Við höfðum gert ráð fyrir að opna í september á næsta ári en síðustu daga hefur allt gengið eins og í ævintýri og Olsen Olsen í Ameríku að verða að veruleika. Við erum nú að söðla um eftir 5 ár á Hafnargötunni og viljum endilega koma á framfæri þakklæti til allra Suðurnesjamanna fyrir þennan tíma og óskum á sama tíma Gunnari góðs gengis með barnið okkar, Olsen Olsen og Ég.“