Öllum starfsmönnum Laugafisks í Innri-Njarðvík sagt upp
Laugafiskur hf., dótturfélag Útgerðarfélags Akureyringa, sagði upp öllum starfsmönnum í verksmiðju sinni í Innri-Njarðvík í gær, samtals 21 starfsmanni. Ástæða uppsagnanna eru að fyrirtækið hefur einungis starfsleyfi út janúar 2003. Öllu starfsfólki fyrirtækisins í Innri-Njarðvík verið boðin vinna á Akranesi, segir á fréttavef Morgunblaðsins í morgun.Í uppsagnarbréfum til starfsmanna kemur fram að Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hafi gert kröfu um að Laugafiskur missi starfsleyfi sitt í Innri-Njarðvíkum þann 1. febrúar nk.