Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Mánudagur 10. desember 2001 kl. 10:52

Olíufélagið kaupir Aðalstöðina í Keflavík

Búið er að samþykkja að Olíufélagið hf. kaupi öll hlutabréf í Aðalstöðinni en þau hafa veri í eigu 13 aðila, þar til nú.
Engar breytingar eru fyrirhugaðar hjá félaginu og segir Margrét Ágústsdóttir í samtali við Víkurfréttir að allir starfsmenn muni halda vinnunni. Viðræður um eignahlutann standa nú yfir en búist er við að Olíufélagið taki við Aðalstöðinni þann 1. janúar næstkomandi. Kaupin á Aðalstöðinni er liður í áætlun Olíufélagsins hf. að eignast allar ESSO stöðvar á landinu og nú eru aðeins þrjár stöðvar sem ekki eru í eigu Olíufélagsins og er Aðalstöðin ein af þeim.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024