Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Okkur vantar prentsmið eða grafískan hönnuð strax!
Fimmtudagur 11. mars 2004 kl. 15:23

Okkur vantar prentsmið eða grafískan hönnuð strax!

Víkurfréttir ehf. óska eftir að ráða til starfa lærðan prentsmið eða grafískan hönnuð í hönnunardeild fyrirtækisins í Reykjanesbæ. Viðkomandi þarf að geta hafið störf strax. Allt okkar prentverk er unnið í Mac og krafist er þekkingar á Photoshop, FreeHand og Quark Xpress. Þekking á Illustrator, InDesign og Acrobat er kostur.

Við erum að leita að hugmyndaríkum starfsmanni með mikla sköpunargleði til að taka þátt í hönnun og vinnslu á fjölbreyttum verkefnum til prentunar eða til birtingar á Netinu. Viðkomandi starfsmaður þarf að geta unnið sjálfstætt og stundum undir álagi og þarf jafnframt að geta tekið þátt í hópvinnu við hugmyndavinnu o.þ.h.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Páll Ketilsson sem er með tölvupóstfangið [email protected] 

Ekki eru veittar upplýsingar um starfið í síma. Umsóknir sendist á sama netfang. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.


Um Víkurfréttir ehf.
Víkurfréttir ehf. gefa út samnefnd vikublöð á Suðurnesjum og í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi. Blaðið er þriðja útbreiddasta fréttablað landsins á eftir Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. Víkurfréttir ehf. gefa einnig út tímaritið TVF, sem fjallar um mannlífið á Suðurnesjum. Rekinn er öflugur fréttavefur á slóðinni www.vf.is. Þá vinnur hönnunardeild Víkurfrétta að fjölbreyttum verkefnum í prentverki og fyrir Netið. Starfsmenn Víkurfrétta ehf. eru fimmtán, þar af þrír í Hafnarfirði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024