Oft þörf á stuðningi bæjarbúa en nú nauðsyn

Að sögn Grétars Ólasonar sem sér um flugeldasöluna að þessu sinni er varan í ár mun betri en í fyrra og mikið úrval. Allt frá höttum og innibombum til stórra bomba. „Við treystum nú á bæjarbúa að styðja við bakið á okkur þvi við þurfum á henni að halda. Oft var þörf en nú er nauðsyn“, segir Grétar og tekur fram að í þetta skiptið fari peningarnir ekki í það að kaupa dýra leikmenn heldur í uppbyggingu öflugs liðs.