Office1 opnar í Reykjanesbæ

Office1 opnar á mánudaginn verslun  í verslunarmiðstöðinni Krossmóa í Reykjanesbæ. Office1 rekur fyrir sjö verslanir á landinu með skóla- og skrifstofuvöru. Þar af fjórar á höfuðborgarsvæðinu. 
Verslun Office1 í Reykjanesbæ verður rekin í 2-3 mánuði til að byrja með. Ef undirtektir verða góðar kemur vel til greina að halda úti verslun á Suðurnesjum. Það velti allt á heimamönnum, segir Erling Ingason, verkefnastjóri hjá Office1
„Við hlökkum til að þjónusta þetta svæði og bjóða upp á betri verð en hafa þekkst. Við opnum mánudaginn 9. ágúst og það verða mjög góð opnunartilboð í gangi,“ sagði Erling ennfremur. 
Ritfangaverslanir búa sig nú undir mesta annatíma ársins en grunnskólar verða settir eftir um það bil hálfan mánuð. Grunnskólar á Suðurnesjum hafa margir nú þegar birt innkaupalistana á heimasíðum sínum, s.s. Akurskóli og Holtaskóli.
---
VFmynd/elg - Office1 opnar verslun hér í Krossmóa á mánudaginn.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				