Ódýrast að borða í vélum Icelandair
Flugferðin yfir á meginland Evrópu tekur sjaldnast minna en þrjá tíma og ferðalagið vestur um haf er mun lengra. Margir seðja því hungrið um borð.
Verðlagið á veitingum í háloftunum er nokkuð misjafnt hjá fyrirtækjunum þremur sem halda uppi millilandaflugi héðan í vetur eins og sjá má í niðurstöðum verðkönnunar Túrista. Þar var stuðst við upplýsingar af heimasíðum félaganna og miðað við verð á ódýrasta farrými þegar það á við.
Meira en helmings verðmunur á máltíðum
Verðmunurinn á mat er ekki ýkja mikill á milli fyrirtækjanna þriggja. Það munar þó um 260 krónum á verði á samloku hjá Iceland Express og SAS. Súkkulaðið er líka ódýrast hjá Iceland Express. Icelandair sker sig hins vegar úr því þar er ekki rukkað fyrir vatn eða aðra óáfenga drykki. Eins fá börn á aldrinum tveggja til ellefu ára fría máltíð. Til samanburðar kostar barnabox hjá Iceland Express 590 krónur. Þeir farþegar sem skola matnum niður með óáfengum drykk borga því mun minna hjá Icelandair en hinum.
Fjögurra manna fjölskylda greiðir til dæmis rúmlega fimm þúsund fyrir létta máltíð hjá SAS en 2250 krónur hjá Icelandair. Samskonar máltíð kostar 3110 hjá Iceland Express. Einstaklingur sem fær sér samloku, vatn og kaffi borgar minnst hjá Icelandair, eða 750 krónur, 1230 krónur hjá Iceland Express og 1702 krónur hjá SAS.
- Sjá nánar hér.