ÓB slær í gegn á Suðurnesjum:
Þriðja söluhæsta stöðin á landinu
OLÍS hefur rekið verslun, lager og ÓB-bensín á Fitjabakka 2-4 í Njarðvík síðan í apríl á þessu ári. Reksturinn hefur gengið vel að sögn Steinars Sigtryggssonar, umboðsmanns OLÍS en ÓB stöðin er nú þegar orðin þriðja söluhæsta stöðin á landinu. Rekstur Bássins í Keflavík heyrir einnig undir OLÍS.
Sjógallar og jólaskraut
Steinar hefur unnið hjá OLÍS sl. 30 ár en börnin hans og nú eitt afabarn, hafa öll komið nálægt fyrirtækinu. „Það má segja að þetta sé eins konar fjölskyldufyrirtæki en einn sona minna, Ásgeir, er nú verslunarstjóri í Básnum“, segir Steinar brosandi. Fimm starfsmenn eru hjá OLÍS á Fitjabakka en flest allir starfsmenn hafa verið hjá fyrirtækinu um árabil. „Ég hef verið mjög heppinn í gegnum tíðina að hafa haft gott samstarfsfólk og það hefur skilað sér í uppgangi fyrirtækisins á Suðurnesjum“, bæti Steinar við. Í versluninni fæst sitt lítið af hverju og að sögn Steinars á vöruúrvalið eftir að aukast enn frekar á næstu mánuðum. Búðin er hin snyrtilegasta og umhverfi hennar sömuleiðis. „Við erum með ýmsar nýlenduvörur, s.s. kaffi, sykur og annað slíkt, þjónustuvörur fyrir bíla, áhöld til þrifnaðar og hreinlætisvörur frá Blindravinnustofunni. Þessa stundina erum við með tiboð á öllum pappír. Hér er líka gott úrval af útivistarvörum en við erum með umboð fyrir Ellingsen. Gönguskór, hlífðarfatnaður, sjógallar og fleira, allt fæst þetta hjá okkur“, segir Steinar og sýnir úrvalið í búðinni sem er svo sannarlega mjög gott, og nú hefur jólaskrautið og sælgætið bæst í hillurnar.
Mikil kjarabót
Hjá ÓB er bensínlítrinn sem stendur um 5 krónum ódýrari en á öðrum þjónustustöðvum enda hefur salan verið mjög góð frá upphafi og stöðin þegar orðin þriðja söluhæst á landinu. „Ég vil þakka viðskiptavinum fyrir frábærar móttökur en ég tel að það sé mikil kjarabót fyrir Suðurnesjafólk að fá bensínið þetta mikið ódýrara. Með tilkomu ÓB hafa aðrar stöðvar einnig neyðst til að lækka hjá sér til að vera samkeppnishæfar, en ég er sannfærður um að það hefði ekki gerst nema með stofnun ÓB“, segir Steinar.
Grunnurinn er heildsalan
Birgðastöð OLÍS er gríðarlega stór enda veitir hún fjölmörgum aðilum þjónustu. „Hér erum við með allar olíur og þjónustuvörur fyrir iðnað og sjávarútveg og við þjónustum einnig mörg bifreiðaverkstæði. Hér á Suðurnesjum eru nokkrar smurstöðvar með olíuvörur frá okkur, s.s. Smurstöð Björns og Þórðar, Hekla þjónustuumboð, Bíliðn, Ingvar Helgason og Vitatorg í Sandgerði. Heildsalan er grunnurinn að okkar rekstri og þjónusta við fyrirtæki“, segir Steinar. Þess má geta að stöðin við Fitjabakka er opin alla virka daga frá kl. 8-18 alla virka daga og um helgar eru bakvaktir hjá ÓB.
Fersk matvara
Steinar og synir tóku við rekstri Bássins árið 1985 en Steinar hafði séð um bensínsöluna þar síðan 1977. „Við opnuðum Uppgripsverslun hér fyrir þremur árum en þar er lögð áhersla á lágt vöruverð og fersk matvæli, eins og mjólkurvörur, brauð o.fl. Í hverjum mánuði erum við með góð tilboð og þar starfa um 12 manns“, segir Steinar. Opnunartími Bássins er rúmur, en þar er opið frá kl. 7:45 til 24 alla virka daga, á föstudögum og laugardögum er nætursala til kl. 4 á næturna en á sunnudögum er opið frá kl. 10 til 24.
OLÍS hefur rekið verslun, lager og ÓB-bensín á Fitjabakka 2-4 í Njarðvík síðan í apríl á þessu ári. Reksturinn hefur gengið vel að sögn Steinars Sigtryggssonar, umboðsmanns OLÍS en ÓB stöðin er nú þegar orðin þriðja söluhæsta stöðin á landinu. Rekstur Bássins í Keflavík heyrir einnig undir OLÍS.
Sjógallar og jólaskraut
Steinar hefur unnið hjá OLÍS sl. 30 ár en börnin hans og nú eitt afabarn, hafa öll komið nálægt fyrirtækinu. „Það má segja að þetta sé eins konar fjölskyldufyrirtæki en einn sona minna, Ásgeir, er nú verslunarstjóri í Básnum“, segir Steinar brosandi. Fimm starfsmenn eru hjá OLÍS á Fitjabakka en flest allir starfsmenn hafa verið hjá fyrirtækinu um árabil. „Ég hef verið mjög heppinn í gegnum tíðina að hafa haft gott samstarfsfólk og það hefur skilað sér í uppgangi fyrirtækisins á Suðurnesjum“, bæti Steinar við. Í versluninni fæst sitt lítið af hverju og að sögn Steinars á vöruúrvalið eftir að aukast enn frekar á næstu mánuðum. Búðin er hin snyrtilegasta og umhverfi hennar sömuleiðis. „Við erum með ýmsar nýlenduvörur, s.s. kaffi, sykur og annað slíkt, þjónustuvörur fyrir bíla, áhöld til þrifnaðar og hreinlætisvörur frá Blindravinnustofunni. Þessa stundina erum við með tiboð á öllum pappír. Hér er líka gott úrval af útivistarvörum en við erum með umboð fyrir Ellingsen. Gönguskór, hlífðarfatnaður, sjógallar og fleira, allt fæst þetta hjá okkur“, segir Steinar og sýnir úrvalið í búðinni sem er svo sannarlega mjög gott, og nú hefur jólaskrautið og sælgætið bæst í hillurnar.
Mikil kjarabót
Hjá ÓB er bensínlítrinn sem stendur um 5 krónum ódýrari en á öðrum þjónustustöðvum enda hefur salan verið mjög góð frá upphafi og stöðin þegar orðin þriðja söluhæst á landinu. „Ég vil þakka viðskiptavinum fyrir frábærar móttökur en ég tel að það sé mikil kjarabót fyrir Suðurnesjafólk að fá bensínið þetta mikið ódýrara. Með tilkomu ÓB hafa aðrar stöðvar einnig neyðst til að lækka hjá sér til að vera samkeppnishæfar, en ég er sannfærður um að það hefði ekki gerst nema með stofnun ÓB“, segir Steinar.
Grunnurinn er heildsalan
Birgðastöð OLÍS er gríðarlega stór enda veitir hún fjölmörgum aðilum þjónustu. „Hér erum við með allar olíur og þjónustuvörur fyrir iðnað og sjávarútveg og við þjónustum einnig mörg bifreiðaverkstæði. Hér á Suðurnesjum eru nokkrar smurstöðvar með olíuvörur frá okkur, s.s. Smurstöð Björns og Þórðar, Hekla þjónustuumboð, Bíliðn, Ingvar Helgason og Vitatorg í Sandgerði. Heildsalan er grunnurinn að okkar rekstri og þjónusta við fyrirtæki“, segir Steinar. Þess má geta að stöðin við Fitjabakka er opin alla virka daga frá kl. 8-18 alla virka daga og um helgar eru bakvaktir hjá ÓB.
Fersk matvara
Steinar og synir tóku við rekstri Bássins árið 1985 en Steinar hafði séð um bensínsöluna þar síðan 1977. „Við opnuðum Uppgripsverslun hér fyrir þremur árum en þar er lögð áhersla á lágt vöruverð og fersk matvæli, eins og mjólkurvörur, brauð o.fl. Í hverjum mánuði erum við með góð tilboð og þar starfa um 12 manns“, segir Steinar. Opnunartími Bássins er rúmur, en þar er opið frá kl. 7:45 til 24 alla virka daga, á föstudögum og laugardögum er nætursala til kl. 4 á næturna en á sunnudögum er opið frá kl. 10 til 24.