ÓB leiðandi í samkeppni á bensínmarkaði á Suðurnesjum
Steinar Sigtryggsson hjá ÓB stöðinni í Njarðvík segir að stöðin verði áfram leiðandi í lágu eldsneytisverði á Suðurnesjum. Stöðin lækkaði eldsneytisverð um 12 krónur á lítrann í tvo tíma fyrir réttri viku og Steinar sagði að von væri á fleiri skemmtilegum uppákomum. Þessar miklu lækkanir á bensínverði eru í samstarfi við Bylgjuna og FM957 þar sem dregið er um ÓB stöðvar í hverri viku. Stöðin í Njarðvík er ennþá með í pottinum og gæti allt eins verið upp aftur í næstu viku. Í dag var bensínið gefið í tvo tíma á einni ÓB stöðinni.Orkan á Fitjum svaraði tilboði ÓB með lækkun um 10 aura umfram 12 krónu lækkun ÓB, en Guðmundur Ingvarsson, Orku-bolti á Fitjum, hefur lýst því í samtali við Víkurfréttir að Orkan ætli alltaf að bjóða lægsta
eldsneytisverðið á Suðurnesjum. Um lækkun Orkunnar umfram ÓB, sagði Steinar að ÓB stöðin í Njarðvík væri ávallt leiðandi í samkeppni á bensínmarkaði á Suðurnesjum. Stöðin í Njarðvík hefur ávallt komið með nýjungar sem aðrir hafa síðan fylgt eftir, segir Steinar og bætir við: "Við þurfum ekki að vera á tánum, við stöndum föstum fótum í hælana".
eldsneytisverðið á Suðurnesjum. Um lækkun Orkunnar umfram ÓB, sagði Steinar að ÓB stöðin í Njarðvík væri ávallt leiðandi í samkeppni á bensínmarkaði á Suðurnesjum. Stöðin í Njarðvík hefur ávallt komið með nýjungar sem aðrir hafa síðan fylgt eftir, segir Steinar og bætir við: "Við þurfum ekki að vera á tánum, við stöndum föstum fótum í hælana".