Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

ÓB í Njarðvík fjölgar dælum
Miðvikudagur 4. maí 2005 kl. 18:38

ÓB í Njarðvík fjölgar dælum

Dælum hefur verið fjölgað hjá ÓB stöðinni í Njarðvík. Nú er hægt að dæla eldsneyti á fjóra fólksbíla samtímis, en fólksbíladælurnar voru tvær áður. Er þetta gert til að svara kröfum viðskiptavina, að sögn Steinars Sigtryggssonar hjá ÓB í Reykjanesbæ. ÓB stöðin í Njarðvík er fyrsta svokölluð lággjaldabensínstöð, þar sem viðskiptavinir dæla sjálfir á bíla sína og greiða fyrir eldsneyti með korti eða seðlum í sjálfsölum. Steinar sagði Suðurnesjamenn strax hafa tekið stöðinni vel, sem sést best á því að oft hafa myndast biðraðir við dælurnar. Þær raðir ættu að verða styttri í dag þegar dælum hefur verið fjölgað og settur upp nýr kortalesari og seðlamóttökubúnaður.
Nýjung hjá ÓB er hinn svokallaði ÓB klúbbur. Þar skrá viðskiptavinir sig og fá fá tilkynningar með tölvupósti eða SMS um sértilboð á ÓB stöðvunum. Sértilboðin gilda einungis fyrir ÓB klúbbmeðlimi og geta t.a.m. verið umtalsverður afsláttur af bensíni á einni af ÓB stöðvunum.

Myndin: Myndarleg biðröð við dælurnar hjá ÓB í Njarðvík. Nú á biðin að vera styttri þar sem dælum hefur verið fjölgað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024