Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Nýtt veitingahús í Samkaupshúsinu
Fimmtudagur 26. mars 2009 kl. 09:54

Nýtt veitingahús í Samkaupshúsinu


Nýlega opnaði nýtt kaffihús og matsölustaður í Samkaupshúsinu við Krossmóa. Staðurin heitir Lemongrass og er í eigi þeirra Sverris Kristjánssonar og Heiðrúnar Sigurðardóttur.

Lemongrass býður upp á fjölbreytta þjónustu í mat og drykk. Auk ljúffengra kaffihúsaveitinga yfir daginn er í hádeginu boðið upp á á heimilismat sem bæði er hægt að borða á staðnum og taka með sér út. Einnig er boðið upp á súpu og salatbar. Þá býður Lemongrass fram veisluþjónustu og hægt er að leigja húsakynnin fyrir fundahöld eða mannfagnaði. Þá stendur til að bjóða upp á kræsilegan og fjölbreyttan kvöldverðarmatseðil á Lemongrass, sem hefur vínveitingaleyfi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024