Nýtt útibú Glitnis í Reykjanesbæ
Glitnir opnaði nýtt útibú í Reykjanesbæ á þriðjudag. Nýja húsnæðið er í nýrri og glæsilegri byggingu að Hafnargötu 91 og má með sanni segja að útibúið sé sniðið að breyttum áherslum og kröfum viðskiptavina.
Fjölmenni sótti Glitni heim á opnunardeginum þar sem boðið var upp á nýlagað kaffi frá Kaffitári og ýmsar uppákomur, m.a. kom Solla Stirða frá Latabæ og gladdi krakka frá Hjallatúni með söng og dansi og Léttsveit Tónlistaskóla Reykjanesbæjar flutti nokkur létt lög.
Nánar í Víkurfréttum á morgun og í myndasafni vf.is smellið hér.
VF-myndir/Þorgils - Yngstu viðskiptavinum Glitnis leiddist ekki á opnunardaginn, þökk sé Sollu Stirðu.
Fjölmenni sótti Glitni heim á opnunardeginum þar sem boðið var upp á nýlagað kaffi frá Kaffitári og ýmsar uppákomur, m.a. kom Solla Stirða frá Latabæ og gladdi krakka frá Hjallatúni með söng og dansi og Léttsveit Tónlistaskóla Reykjanesbæjar flutti nokkur létt lög.
Nánar í Víkurfréttum á morgun og í myndasafni vf.is smellið hér.
VF-myndir/Þorgils - Yngstu viðskiptavinum Glitnis leiddist ekki á opnunardaginn, þökk sé Sollu Stirðu.