Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

  • Nýtt merki fyrir Ásbrú
  • Nýtt merki fyrir Ásbrú
    Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco.
Miðvikudagur 20. maí 2015 kl. 09:06

Nýtt merki fyrir Ásbrú

– kynna nýja ásýnd og nýtt merki fyrir Ásbrú

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar kynnir um þessar mundir nýtt merki fyrir Ásbrú. Í samtali við blaðið segir Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, að hlutirnir séu að fara í gang að nýju á Ásbrú eftir efnahagskreppunar í landinu.

„Við erum að skoða okkar upphaflegu markmið en ég held að það séu engar stórar breytingar í okkar stefnu. Hún hefur þrátt fyrir erfiða tíma staðist tímans tönn. Við höfum náð árangri með gagnaverin og við höfum náð árangri með líftækniiðnaðinn. Við erum að ná árangri í tengslum við ferðaþjónustuna. Hér eru hótel, gististaðir og bílaleigur með sína starfsemi. Okkar fyrsta stóra verkefni, Keilir, gengur einnig vel.

Við erum nú að fara að kynna nýja ásýnd og nýtt merki fyrir Ásbrú. Við erum einnig að skoða þróun byggðar og svæðisins í heild. Hér eru spennandi byggingalóðir fyrir ýmsa þjónustu og aðra þróun svæðisins. Það eru mikil tækifæri í framtíðinni og nú snýst þetta m.a. um hvernig má grípa þau og þróa svæðið áfram,“ sagði Kjartan Þór.

(Fréttin birtist í blaðauka um Ásbrú sem fylgdi Víkurfréttum í síðustu viku)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024