Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Nýtt löndunarfyrirtæki við Sandgerðishöfn - Samkeppni hafin
Þriðjudagur 7. júní 2011 kl. 09:22

Nýtt löndunarfyrirtæki við Sandgerðishöfn - Samkeppni hafin


Nýtt löndunarfyrirtæki við Sandgerðishöfn, Löndun og þjónusta, hóf starfsemi í Sandgerði þann, 1. júní. Eigandi er Axel Már Waltersson, en hann hefur undanfarna daga verið að koma sér fyrir við höfnina þar sem hann verður með aðsetur að Vitatorgi 9 (þar sem Sjoppan í Sandgerði var áður til húsa). Frá þessu er greint á 245.is

Axel verður með tvo lyftara og 8 tonna vörubíl, flokkunar kassa fyrir sjómenn til að sortera aflann og ís fyrir sjómenn, en hann verður með einangraðan gám fyrir ísinn og geta sjómenn pantað sér ís.

"Opnunartími fer alveg eftir þörfum sjómanna og jafnvel allan sólarhringinn ef sú staða kæmi upp," sagði Axel í samtali við 245.is.

Fiskmarkaðurinn hefur setið einn að löndun og þjónustu við Sandgerðishöfn og hefur m.a. takmarkað opnunartímann hjá sér og hefur nú lokað um helgar. Það er því væntanlega kærkomin viðbót fyrir sjómenn að fá fyrirtækið Löndun og þjónusta í bæinn með þjónustulundina að vopni.

Þeir sem vilja geta haft samband við Axel, en með honum er Björgvin G. Hallgrímsson:
Netfang:[email protected]
Sími/gsm:
Axel 7717609
Björgvin 7715151
 

Mynd: Smári/245.is | Axel Már Waltersson ásamt fósturdóttur sinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024