Nýtt hótel í Grindavík
Íslenskir Aðalverktakar, RV ráðgjöf verktaka ehf., Markaðs- og atvinnumálaskrifstofa Reykjanesbæjar og Grindavíkurbær með Guðmund Pétursson í fararbroddi vinna nú að þarfagreiningu og gerð viðskiptaáætlunar fyrir fyrirhugað hótel við Festi í Grindavík. Að sögn Guðmundar er gert ráð fyrir því að þessi vinna taki 5-6 mánuði og segir hann að menn horfi bjartsýnum augum á hugmyndina: „Með tilkomu Ósabotnavegar og Suðurstrandarvegs þá verður Grindavík mjög fýsilegur kostur fyrir gistiaðstöðu á Reykjanesi. Allavega fannst okkur þetta það spennandi að við tókum ákvörðun um að skoða þetta nánar,“ sagði Guðmundur í samtali við Víkurfréttir.„Með tilkomu Ósabotnavegar og Suðurstrandarvegs þá verður Grindavík mjög fýsilegur kostur fyrir gistiaðstöðu á Reykjanesi. Allavega fannst okkur þetta það spennandi að við tókum ákvörðun um að skoða þetta nánar,“ sagði Guðmundur í samtali við Víkurfréttir.