Nýtt brunavarna- og öryggisfyrirtæki í Grindavík
Fyrirtækið H. Blöndal ehf. tók nýverið til starfa í Grindavík. Það sérhæfir sig í lausnum fyrir einstaklinga, fyrirtæki og skip á sviði brunavarna og annarra öryggismála.Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu, er helsta markmið þess að uppfylla þær þarfir til brunavarna sem lítið hefur verið sinnt hér á landi, en eru engu að síður mjög nauðsynlegar og álitnar sjálfsagðar í mörgum nágrannalanda okkar. Meðal nýjunga sem fyrirtækið býður má nefna brunavarnir fyrir sjónvörp, fyrirtæki, skip, ýmsan tölvubúnað, tengistöðvar, bíla, loftræstikerfi veitingahúsa, ýmis geymslusvæði og margt fleira. Einnig er fyrirtækið með allan annan hefðbundinn búnað til brunavarna.
Starfsmenn H. Blöndal hafa áratuga reynslu á þessu sviði. Áætlað er að þegar fram í sækir muni fyrirtækið bæta við sig sex til átta starfsmönnum starfsmönnum. Fyrirtækið er nú til húsa að Þórkötlustöðum 3, en er að leita fyrir sér með framtíðarhúsnæði í Grindavík.
Nánar um fyrirtækið á: www.hblondal.com
Starfsmenn H. Blöndal hafa áratuga reynslu á þessu sviði. Áætlað er að þegar fram í sækir muni fyrirtækið bæta við sig sex til átta starfsmönnum starfsmönnum. Fyrirtækið er nú til húsa að Þórkötlustöðum 3, en er að leita fyrir sér með framtíðarhúsnæði í Grindavík.
Nánar um fyrirtækið á: www.hblondal.com