Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Nýsköpunarsjóður selur hlut sinn í Bláa lóninu
Föstudagur 19. nóvember 2004 kl. 11:44

Nýsköpunarsjóður selur hlut sinn í Bláa lóninu

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur selt hlutabréf sín í Bláa lóninu hf. Kaupendur bréfanna eru Hitaveita Suðurnesja hf og eignarhaldsfélagið Kólfur. Söluverð bréfanna er tvö hundruð milljónir króna, en frá þessu er greint á vefsíðu Nýsköpunarsjóðs.

Nýsköpunarsjóður kom fyrst að fyrirtækinu árið 1998 við upphaf mikils uppbyggingar- og vaxtatímabils og skipti aðkoma sjóðsins sköpum fyrir Bláa lónið. Á þeim árum sem liðin eru hefur vöxtur fyrirtækisins verið mikill og líta forsvarsmenn Nýsköpunarsjóðs svo á að sjóðurinn hafi lokið hlutverki sínu sem fjárfestir í Bláa lóninu hf.

Sjóðurinn hefur hagnast vel á fjárfestingunni og veitir það sjóðnum aukinn styrk til að sinna hlutverki sínu sem áhættufjárfestir sem tekur virkan þátt í þróun atvinnulífsins í framtíðinni.
Loftmynd/Oddgeir Karlsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024