Nýr viðskipta- og lánastjóri fyrirtækja hjá Íslandsbanka
Elmar Geir Jónsson hefur verið ráðinn viðskipta- og lánastjóri fyrirtækja í útibúinu í Reykjanesbæ. Elmar er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst og löggildur verðbréfamiðlari. Elmar hefur stundað meistaranám í fjármálum fyrirtækja við Háskólann í Reykjavík og mun ljúka því námi fyrir áramót. Elmar starfaði áður í 5 ár hjá Verdis (Arion) auk þess sem hann hefur sinnt ýmissi ráðgjöf í fjármálum til fyrirtækja í hjáverkum.
Elmar er er í sambúð með Sæunni Hafdísi Oddsdóttir og eru þau búsett í Reykjanesbæ.
Kjartan Ingvarsson sem hefur sinnt stöðu lánastjóra í útibúinu mun nú sinna starfi viðskiptastjóra fyrirtækja í útibúinu og veita fyrirtækjasviðinu í útibúinu forstöðu.