Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Nýr veitingastaður í Reykjanesbæ: Góðar viðtökur á fyrsta degi
Laugardagur 16. desember 2006 kl. 12:45

Nýr veitingastaður í Reykjanesbæ: Góðar viðtökur á fyrsta degi

Hjónin Heimir Hávarðsson og Pikul Skulsong opnuðu í gær nýjan Tælenskan veitingastað, Thai Keflavík, að Hafnargötu í Reykjanesbæ. Um er að ræða skemmtilega nýjung í veitingastaðaflóruna á svæðinu og sagðist Heimir ánægður með viðtökurnar á fyrsta deginum.

Þar má fá hefðbundinn tælenskan mat til að taka með og einnig má setjast niður í sal sem tekur allt að 50 manns í sæti. Staðurinn er líka hugsaður sem kaffihús og býður upp á margar gerðir af ítölsku kaffi.

Heimir segir ekkert hafa verið til sparað til að gera þennan stað sem glæsilegastan og eru innanstokksmunir allir keyptir frá Tælandi. Þá eru kokkarnir sprenglærðir í sínu fagi og hafa mikla reynslu af eldamennsku bæði í heimalandinu og í Kanada.

Hádegistilboð eru alla virka daga og hvetja eigendurnir alla til að koma og reyna eitthvað nýtt.

 

VF-myndir/Þorgils


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024