Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Nýr veitingamaður á Garðskaga
Mánudagur 18. október 2010 kl. 13:55

Nýr veitingamaður á Garðskaga

Ásbjörn Pálsson matreiðslumeistari, sem rekur MENU veitingar í Reykjanesbæ, hefur tekið við veitingarekstri í byggðasafninu á Garðskaga. Veitingasalurinn á Garðskaga er með útsýni yfir Faxaflóa og þar er vinsæll áningarstaður ferðafólks. Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði, segist binda miklar vonir við nýjan veitingamann á Garðskaga, enda séu mikil tækifæri í ferðaþjónustu í byggðarlaginu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sveitarfélagið Garður hefur komið upp glæsilegri aðstöðu í Hólmsteini GK, gömlum fiskibát sem staðsettur hefur verið við byggðasafnið á Garðskaga. Þar er hægt að taka á móti hópum og bjóða upp á veitingar, sem og á veitingastofunni á efri hæð byggðasafnsins.

Menu veitingar mun í samstarfi við Reykjavik Excursions og fleiri aðila bjóða upp á svokallað „Dekur og djamm“ í vetur þar sem starfsmannafélögum, vinnustaðahópum, félagasamtökum og vinahópum verður boðið að gera sér glaðan dag með skemmtilegri ferð til Suðurnesja og verður Garðskagi einn af þeim áfangastöðum sem í boði verða.